Á hótelinu eru 8 tveggja manna herbergi með sér baði, sjónvarpi, ískáp, skrifborði, setusvæði, töskuhillu, Te og kaffivél. Í baðherbergi eru hárþurka og fríar snyrtivörur eru í boði. Þráðlaust netsamband er í öllum herbergjum. Við öll herbergin eru verönd eða svalir og úti stólar. Herbergin er með viðargólfi og hljóðeinangruð. Þau eru stór 24 m2 björt með stórum gluggum og einstaklega fallegu útsýni.